Lögreglu gert að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn barnungum systrum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 19:00 Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira