Ósátt með þau áform að þrír búsetukjarnar fyrir fatlað fólk verði í sama hverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2020 20:30 Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar. vísir/Egill Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís. Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís.
Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira