Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 18:00 Sara Björk með þýska meistaraskjöldinn ásamt vinkonu sinni, Pernille Harder getty/Maja Hitij Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins. Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins.
Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15