Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 16:21 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir „Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna. Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi. Tekist hefur að koma farþegum og áhöfn aftur í land en 31 ökutæki sátu enn sem fastast í ferjunni. Nú er unnið að því að koma Baldri aftur til hafnar í Stykkishólmi þar sem hann verður af fermdur. „Við vorum að vonast eftir því að hann yrði kominn í höfn á milli 18 og 19 en það er ekki kominn endanleg tala þar. Það er enn þá verið að vinna upp hraða og sjá til hvað við getum verið að sigla hratt með hann í togi,“ sagði Gunnlaugur og kvaðst vera ágætlega ánægður með stöðuna innan við sólarhring eftir að Baldur bilaði. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni MarineTraffic er Baldur nú dreginn á 4,3 hnúta hraða. Ákveðið var að láta ekki reyna á vélarafl Baldurs þar sem að bátur fannst til að draga hann til hafnar. „Vélarnar hafa ekkert verið ræstar til þess að við séum ekki að skemma eitthvað annað“ sagði Gunnlaugur. Það var önnur túrbína Baldurs sem fór og orsakaði bilunina í gær. Gunnlaugur segir að búið sé að útvega nýja túrbínu frá Danmörku og er von á henni til landsins annað kvöld. Þá sé hægt að hefja viðgerðarvinnu á ferjunni. Særún hefur hafið siglingar á milli hafna og mun hún þjónusta Flatey og yfir á Brjánslæk en bílar verða þó ekki teknir með í ferðirnar. „Þetta er svekkjandi fyrir fólk. Fólk með krakka og útlendingarnir að koma að skoða hina stórkostlegu Vestfirði og lenda svo í þessu. Fólk sýnir þessu skilning og við erum rosalega þakklát fyrir það,“ sagði Gunnlaugur Grettisson í samtali við Vísi. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var að finna þá villu að haldið var fram að farþegar fengju ekki að fara á milli hafna með Særúnu. Rétt er að ekki er hægt að taka ökutæki með um borð í ferjuna.
Stykkishólmur Samgöngur Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira