Íslandsmeistarar KR hafa lánað framherjann Björgvin Stefánsson til 3. deildarliðs KV.
Björgvin hefur ekkert leikið með KR á þessu tímabili vegna meiðsla. Vonast er til þess að hann geti komist aftur af stað hjá KV.
Félagaskiptaglugginn verður opnaður aftur í ágúst og þá getur KR kallað Björgvin aftur til baka.
Björgvin hefur leikið 28 leiki með KR í Pepsi Max-deildinni og skorað níu mörk. Hann lék áður með Haukum, BÍ/Bolungarvík, Þrótti R. og Val.
KV er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í 3. deildinni. Liðið tapaði fyrir Reyni S., 3-4, g vann Hött/Hugin, 0-1.