Norwegian vill ógilda risasamning við Boeing Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 07:24 Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019. EPA/JOHAN NILSSON Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu. Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu.
Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira