Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október. Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október.
Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01