Vildi ekki fara til Manchester City og er nú atvinnulaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 22:15 Celades virtist frekar týndur í leiknum gegn Villareal í gær. Jose Miguel Fernandez/Getty Images Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira