Tuttugu ár síðan Hollendingar klúðruðu fimm vítum í undanúrslitum á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 19:30 Francesco Toldo varði hvorki fleiri né færri en þrjár vítaspyrnur í leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum EM 2000. vísir/getty Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu. Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu.
Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira