KR vann góðan sigur á ÍA í gær er liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar en umræðan eftir leikinn snérist að hluta til að vítaspyrnu sem KR fékk seint í síðari hálfleik.
Óskar Örn Hauksson fór þá illa með varamanninn Hall Flosason sem tók aðeins í hönd Óskars. Vængmaðurinn knái náði ekki skoti og nánast hætti en Einar Ingi Jóhannsson, dómari leiksins, ákvað því að dæma víti.
Skagamenn mótmæltu ekki mikið en margir netverjar undruðu sig á dómnum á samskiptamiðlinum Twitter.
Já dæmum víti á þetta.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2020
Hvernig er ekki hægt að sturlast þegar maður fær á sig svona víti pic.twitter.com/t36BpJiUUg
— Aron Þrándarson (@aronthrandar) June 28, 2020
Öll sagan var þó ekki sögð því Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn og vítaspyrna hans var skelfileg. Lak framhjá markinu.
Það kom þó ekki að sök og KR-ingar fóru burt með stigin þrjú af Akranesi og eru því komnir aftur á sigurbaut í deildinni eftir skellinn gegn HK í síðustu umferð.