Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 14:47 Kjörstaður fyrir fólk í sóttkví er við Hlíðarsmára 1. Vísir/Einar Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar
Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30
Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23