Real Madrid heimsótti botnlið spænsku úrvalsdeildarinnar í síðasta leik helgarinnar í La Liga.
Madridingar eygðu þess von að nýta sér það að Barcelona tapaði stigum í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo en það var enginn glæsibragur yfir spilamennsku Real Madrid í kvöld.
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro reyndist hetja gestanna en hann skoraði eftir góðan undirbúning Karim Benzema á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Fleiri urðu mörkin ekki og 0-1 sigur Real Madrid staðreynd. Hafa þeir nú tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sex umferðum er ólokið.