Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 08:18 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma. Sorpa Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma.
Sorpa Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira