Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:35 Sara Björk í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Hún verður líklega hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum sjálfum. Stuart Franklin/Getty Images Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira