Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 21:04 Þeir Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur og Jóhannes Arason matvælafræðingur standa að fyrirtækinu Protein Save. Þeir vinna að því að koma upp þróunarsetri í þessu fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið. Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið.
Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira