Byrja að fljúga Íslendingum til Alicante og Tenerife í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:08 Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira