Ætla að spila skemmtilegan sóknarbolta í sumar | Leiknir F. mætir Pepsi Max liði Stjörnunnar í kvöld Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 14:00 Brynjar stýrði Leikni til sigurs í 2. deildinni í fyrra. mynd/Austurfrétt Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar. Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar.
Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira