Ánægjulegt að framhalds- og háskólum sé tryggt nægt fjármagn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 22:07 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51
Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51
„Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18