Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 19:28 Katrín Jakobsdóttir kynnti innihald nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ásamt umhverfisráðherra, samgönguráðherra og fjármálaráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira