KSÍ kynnir nýja landsliðsmerkið 1. júlí næstkomandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:44 Myndin sem birtist á vef Puma en var svo tekin út. Mynd/Puma Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið. KSÍ Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið.
KSÍ Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira