Sú nýjasta í Þrótti er auðvitað búin að læra „Lifi Þróttur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 15:45 Morgan Goff spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Þrótti í kvöld. Skjámynd/Þróttur Þróttur teflir fram nýjum leikmanni í Árbænum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þegar hin bandaríska Morgan Goff spilar sinn fyrsta leik með liðinu. Morgan Goff er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni og í vörn. Hún kynnti sjálfan sig á Twitter síðu Þróttar sem miðvörð. Hún verður 23 ára í desember og 173 sentimetrar á hæð. Morgan Goff spilaði með University of North Carolina í bandaríska háskólafótboltanum á árunum 2016 til 2019. Þróttarar kynntu Morgan Goff á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Um leið og við minnum á leik Fylkis og Þróttar á morgun í @pepsimaxdeildin á Wurth vellinum kl 19.15 fáum við að kynnast fjórða og síðasta erlenda leikmanni Þróttar, Morgan Goff sem mun spila í vörn og á miðjunni og í treyju númer 10:#Lifi pic.twitter.com/nPiIHPBvZr— Þróttur (@throtturrvk) June 22, 2020 „Ég heiti Morgan Goff og er frá Dunn í Norður-Karólínu. Ég spila í treyju númer tíu hjá Þrótti og verð miðvörður. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og komið endilega og styðjið okkur. Lifi Þróttur,“ sagði Morgan Goff. Þróttur hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með minnsta mun, fyrst 4-3 á móti ÍBV út í Eyjum og svo 2-1 á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum. Morgan Goff er fjórði erlendi leikmaðurinn í liði Þróttar en fyrir voru bandaríski varnarmaðurinn Mary Alice Vignola, ástralski miðjumaðurinn Laura Hughes og bandaríski sóknarmaðurinn Stephanie Mariana Ribeiro. Leikur Fylkis og Þróttar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið. Útsendingin frá leiknum í kvöld hefst klukkan 19.05. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Þróttur teflir fram nýjum leikmanni í Árbænum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þegar hin bandaríska Morgan Goff spilar sinn fyrsta leik með liðinu. Morgan Goff er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni og í vörn. Hún kynnti sjálfan sig á Twitter síðu Þróttar sem miðvörð. Hún verður 23 ára í desember og 173 sentimetrar á hæð. Morgan Goff spilaði með University of North Carolina í bandaríska háskólafótboltanum á árunum 2016 til 2019. Þróttarar kynntu Morgan Goff á Twitter síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Um leið og við minnum á leik Fylkis og Þróttar á morgun í @pepsimaxdeildin á Wurth vellinum kl 19.15 fáum við að kynnast fjórða og síðasta erlenda leikmanni Þróttar, Morgan Goff sem mun spila í vörn og á miðjunni og í treyju númer 10:#Lifi pic.twitter.com/nPiIHPBvZr— Þróttur (@throtturrvk) June 22, 2020 „Ég heiti Morgan Goff og er frá Dunn í Norður-Karólínu. Ég spila í treyju númer tíu hjá Þrótti og verð miðvörður. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og komið endilega og styðjið okkur. Lifi Þróttur,“ sagði Morgan Goff. Þróttur hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með minnsta mun, fyrst 4-3 á móti ÍBV út í Eyjum og svo 2-1 á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sínum. Morgan Goff er fjórði erlendi leikmaðurinn í liði Þróttar en fyrir voru bandaríski varnarmaðurinn Mary Alice Vignola, ástralski miðjumaðurinn Laura Hughes og bandaríski sóknarmaðurinn Stephanie Mariana Ribeiro. Leikur Fylkis og Þróttar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna á fimmtudagskvöldið. Útsendingin frá leiknum í kvöld hefst klukkan 19.05.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira