Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira