Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rannsókn sem framkvæmd var í tíu löndum sýnir að mjög margir upplifa sig einmana í vinnunni. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum. Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent