Að hætta að vinna eftir vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2020 10:00 Það kallar á ákveðinn sjálfsaga að skilja vinnuna eftir í vinnunni og gefa sér tíma í ró og næði eða að bregða á leik með fjölskyldunni þegar heim er komið. Vísir/Getty Þið kannist mörg við þetta. Eruð komin heim, búin að sækja börnin, það styttist í kvöldmat, þið rétt náðuð út í búð og þrátt fyrir öll þessi verkefni er hugurinn enn við vinnuna og verkefnin sem þar bíða. Suma daga byrjar þú jafnvel á því að fara beint í vinnupóstinn um leið og þú ert kominn heim. En er þetta málið? Það er ekki að ástæðulausu sem talað er um jafnvægi einkalífs og vinnu eða hvíld á milli vinnudaga. Þetta er engin klisja og ef þú vilt vera framúrskarandi góður starfsmaður þá er eitt af því sem þú þarft að gera, er að hvíla þig eftir vinnu og hætta að vinna eftir vinnu. Hér eru nokkur ráð. 1. Losaðu þig við stressið Þetta hljómar einfalt en er það ekki því þótt þú hættir að hugsa um vinnuna þegar heim er komið, getur streitan í kringum börn og heimilisrekstur líka verið þó nokkur. Fyrir hvíldina þína, þarftu samt að ná að losa þig aðeins undan stressinu. Einföld ráð til þess gætu til dæmis verið að fara alltaf í þægileg föt, hlusta á tónlist, skrifa í dagbók, vafra fréttamiðla eða samfélagsmiðla, lesa í smá stund, eitthvað annað sjálfsdekur? Mögulega þarftu að leggja höfuðið aðeins í bleyti og finna út hvað hentar þér og þínum heimilisaðstæðum best en reyndu að finna eitthvað sem þú gerir helst fljótlega eftir að þú kemur heim og þú getur flokkað undir „streitulaust heimasvæði.“ Stundum virkar það líka vel að gleyma öllu stressi með því að bregða aðeins á leik með börnunum! 2. Vinnan skilin eftir í vinnunni Að skilja vinnuna eftir í vinnunni hljómar mjög einfalt en fyrir marga er þetta hægara sagt en gert. Allt snýst þetta samt um að þú hreinlega þarft að taka ákvörðun: Vinnan er skilin eftir í vinnunni! Það er ekki nóg að ætla sér þetta svona nokkurn veginn eða bara stundum. Þetta á að vera markmið sem þú einsetur þér að eigi alltaf við, nema í algjörum neyðartilvikum. 3. Þín innri ró Margir mæla með hugleiðslu til að ná innri ró, eða þjálfun í einhvers konar núvitund. Hugleiðsla er án efa mjög góð tækni en ef þér finnst hún ekki höfða til þín þarftu að velta því fyrir þér hvað annað gæti nýst þér vel til að ná innri ró eftir að heim er komið. Eitt einfalt ráð sem nýtist mörgum er að taka sér mínútu eða svo í að horfa á einhvern hlut í umhverfinu heima fyrir og fókusera alveg á hann. Þetta gæti verið lampi, mynd á vegg, stóll eða eitthvað annað. Prófaðu að setjast niður og fókusera á eitthvað eitt í umhverfinu þínu og finndu út hvað hentar þér best: Að horfa á sama hlutinn daglega eða setja sér markmið um að fókusera á mismunandi hlut daglega. 4. Heimiliskyldurnar kláraðar Við erum oft í heilmikilli vinnu heima fyrir eftir að vinnudegi lýkur. Börnin, uppvaskið, eldamennskan, setja í þvottavél. Pfúff, ekki endilega allt það skemmtilegasta! Eitt af því sem hjálpar okkur þó að njóta tímans eftir vinnu er að ganga rösklega til verks, klára allt sem þarf að klára og hjálpa okkur sjálfum þannig til að eiga meiri hvíldartíma. Það er síðan undir þér komið að njóta hvíldartímans. Góðu ráðin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Þið kannist mörg við þetta. Eruð komin heim, búin að sækja börnin, það styttist í kvöldmat, þið rétt náðuð út í búð og þrátt fyrir öll þessi verkefni er hugurinn enn við vinnuna og verkefnin sem þar bíða. Suma daga byrjar þú jafnvel á því að fara beint í vinnupóstinn um leið og þú ert kominn heim. En er þetta málið? Það er ekki að ástæðulausu sem talað er um jafnvægi einkalífs og vinnu eða hvíld á milli vinnudaga. Þetta er engin klisja og ef þú vilt vera framúrskarandi góður starfsmaður þá er eitt af því sem þú þarft að gera, er að hvíla þig eftir vinnu og hætta að vinna eftir vinnu. Hér eru nokkur ráð. 1. Losaðu þig við stressið Þetta hljómar einfalt en er það ekki því þótt þú hættir að hugsa um vinnuna þegar heim er komið, getur streitan í kringum börn og heimilisrekstur líka verið þó nokkur. Fyrir hvíldina þína, þarftu samt að ná að losa þig aðeins undan stressinu. Einföld ráð til þess gætu til dæmis verið að fara alltaf í þægileg föt, hlusta á tónlist, skrifa í dagbók, vafra fréttamiðla eða samfélagsmiðla, lesa í smá stund, eitthvað annað sjálfsdekur? Mögulega þarftu að leggja höfuðið aðeins í bleyti og finna út hvað hentar þér og þínum heimilisaðstæðum best en reyndu að finna eitthvað sem þú gerir helst fljótlega eftir að þú kemur heim og þú getur flokkað undir „streitulaust heimasvæði.“ Stundum virkar það líka vel að gleyma öllu stressi með því að bregða aðeins á leik með börnunum! 2. Vinnan skilin eftir í vinnunni Að skilja vinnuna eftir í vinnunni hljómar mjög einfalt en fyrir marga er þetta hægara sagt en gert. Allt snýst þetta samt um að þú hreinlega þarft að taka ákvörðun: Vinnan er skilin eftir í vinnunni! Það er ekki nóg að ætla sér þetta svona nokkurn veginn eða bara stundum. Þetta á að vera markmið sem þú einsetur þér að eigi alltaf við, nema í algjörum neyðartilvikum. 3. Þín innri ró Margir mæla með hugleiðslu til að ná innri ró, eða þjálfun í einhvers konar núvitund. Hugleiðsla er án efa mjög góð tækni en ef þér finnst hún ekki höfða til þín þarftu að velta því fyrir þér hvað annað gæti nýst þér vel til að ná innri ró eftir að heim er komið. Eitt einfalt ráð sem nýtist mörgum er að taka sér mínútu eða svo í að horfa á einhvern hlut í umhverfinu heima fyrir og fókusera alveg á hann. Þetta gæti verið lampi, mynd á vegg, stóll eða eitthvað annað. Prófaðu að setjast niður og fókusera á eitthvað eitt í umhverfinu þínu og finndu út hvað hentar þér best: Að horfa á sama hlutinn daglega eða setja sér markmið um að fókusera á mismunandi hlut daglega. 4. Heimiliskyldurnar kláraðar Við erum oft í heilmikilli vinnu heima fyrir eftir að vinnudegi lýkur. Börnin, uppvaskið, eldamennskan, setja í þvottavél. Pfúff, ekki endilega allt það skemmtilegasta! Eitt af því sem hjálpar okkur þó að njóta tímans eftir vinnu er að ganga rösklega til verks, klára allt sem þarf að klára og hjálpa okkur sjálfum þannig til að eiga meiri hvíldartíma. Það er síðan undir þér komið að njóta hvíldartímans.
Góðu ráðin Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent