Ræða forsendur kjarasamninga á formannafundi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2020 12:32 Forseti ASÍ á von á hreinskiptum umræðum á formannafundi í dag. Vísir/Egill Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum. Miðstjórn ASÍ hefur boðað formenn allra 48 aðildarfélaga sambandsins til fundar á Hilton hótelinu til að ræða erfiða stöðu á vinnumarkaði og þau stóru verkefni sem bíða haustsins. Til tals hefur komið að virkja uppsagnarákvæði í haust en nokkrir formenn aðildarfélaga ASÍ hafa talað um forsendubrest og svik því stór loforð hafi ekki verið efnd á borð við afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Fréttastofa náði tali af Drífu rétt fyrir upphaf fundarins. „Forsendur kjarasmaninga komu til umræðu í haust og við ákváðum að hittast eftir þennan undarlega vetur og setja okkur í stellingar fyrir haustið því það kemur von bráðar. Í raun er ekki seinna vænna að taka stöðumat á forsendum kjarasamninga og á þeim verkefnum sem bíða okkur í haust.“ Aðspurð hvort hún finni fyrir ólgu innan sambandsins segir Drífa. „Ég er nýbúin að halda fundi með stjórnum flestra aðildarfélaga innan Alþýðusambandsins og það eru afskaplega misjöfn viðhorf. Staða ólíkra svæða á landinu er mjög misjöfn þannig að fólk mun taka stöðuna heima í héraði og koma svo með hana inn til okkar en það er alveg ljóst að það eru stór mál sem út af standa sem var samið um í yfirlýsingum stjórnvalda í lífskjarasamningunum fyrir ári síðan“ Hverju áttu von á í dag? „Ég á von á hreinskiptum umræðum og á því að fá öll sjónarmið upp á borðið. Það er fyrsta skrefið. Þetta er svo sem ekki fundur þar sem við munum ákveða eitt eða neitt en þetta er samráðsfundur. Ég vonast til þess að við verðum nær því að tala okkur niður á sameiginlega línu fyrir haustið eftir þennan fund.“ Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega 800 manns sagt upp í fjórtán hópuppsögnum Inni í þessum tölum er hópuppsögn sem Bláa lónið tilkynnti um í dag þar sem 403 var sagt upp störfum. 28. maí 2020 21:54 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum. Miðstjórn ASÍ hefur boðað formenn allra 48 aðildarfélaga sambandsins til fundar á Hilton hótelinu til að ræða erfiða stöðu á vinnumarkaði og þau stóru verkefni sem bíða haustsins. Til tals hefur komið að virkja uppsagnarákvæði í haust en nokkrir formenn aðildarfélaga ASÍ hafa talað um forsendubrest og svik því stór loforð hafi ekki verið efnd á borð við afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána. Fréttastofa náði tali af Drífu rétt fyrir upphaf fundarins. „Forsendur kjarasmaninga komu til umræðu í haust og við ákváðum að hittast eftir þennan undarlega vetur og setja okkur í stellingar fyrir haustið því það kemur von bráðar. Í raun er ekki seinna vænna að taka stöðumat á forsendum kjarasamninga og á þeim verkefnum sem bíða okkur í haust.“ Aðspurð hvort hún finni fyrir ólgu innan sambandsins segir Drífa. „Ég er nýbúin að halda fundi með stjórnum flestra aðildarfélaga innan Alþýðusambandsins og það eru afskaplega misjöfn viðhorf. Staða ólíkra svæða á landinu er mjög misjöfn þannig að fólk mun taka stöðuna heima í héraði og koma svo með hana inn til okkar en það er alveg ljóst að það eru stór mál sem út af standa sem var samið um í yfirlýsingum stjórnvalda í lífskjarasamningunum fyrir ári síðan“ Hverju áttu von á í dag? „Ég á von á hreinskiptum umræðum og á því að fá öll sjónarmið upp á borðið. Það er fyrsta skrefið. Þetta er svo sem ekki fundur þar sem við munum ákveða eitt eða neitt en þetta er samráðsfundur. Ég vonast til þess að við verðum nær því að tala okkur niður á sameiginlega línu fyrir haustið eftir þennan fund.“
Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega 800 manns sagt upp í fjórtán hópuppsögnum Inni í þessum tölum er hópuppsögn sem Bláa lónið tilkynnti um í dag þar sem 403 var sagt upp störfum. 28. maí 2020 21:54 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Tæplega 800 manns sagt upp í fjórtán hópuppsögnum Inni í þessum tölum er hópuppsögn sem Bláa lónið tilkynnti um í dag þar sem 403 var sagt upp störfum. 28. maí 2020 21:54
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent