Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Í kjölfar kórónufaraldurs er ljóst að fyrirtæki þurfa að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira