Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Í kjölfar kórónufaraldurs er ljóst að fyrirtæki þurfa að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira