Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Í kjölfar kórónufaraldurs er ljóst að fyrirtæki þurfa að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira