Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 07:30 Jón Dagur átti leik lífs síns í gær. Vísir/Århus Stiftstidende Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12
Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00