Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 11:53 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg. Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg.
Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03