Þarf að borga Barcelona milljarð til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 15:16 Neymar, sem fær hér að lýta rauða spjaldið í leik í febrúar, þarf að borga Barcelona yfir milljarð íslenskra króna. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira