Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 15:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira