Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. júní 2020 14:00 Bergþóra Guðnadóttir hönnuður tekur þátt í HönnunarMars í ár og sýnir nýja línu. Vísir/Vilhelm Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. Línan er innblásin af hinum mögnuðu litum sem er að finna í lóninu sjálfu og nánasta umhverfi þess. Bergþóra Guðnadóttir hefur starfað sem textílhönnuður í 20 ár, fyrst fyrir 66°norður og svo fyrir eigið fyrirtæki, Farmers Market, sem hún stofnaði með eiginmanni sínum Jóel Pálssyni. „Bláa Lónið hefur verið einn af söluaðilum Farmers Market - Iceland í meira en tíu ár og öll okkar samskipti við fyrirtækið hafa verið til fyrirmyndar. Þegar þau nálguðust okkur með þessa hugmynd um samstarf þótti okkur hún spennandi. Við höfum áður unnið með Bláa Lóninu að sérverkefni sem tengist nýja Retreat hótelinu þeirra en það er eitt fallegasta hótel sem ég hef séð. Í því verkefni var okkur falið að gera ofnu ullarponsjóin okkar í sérlitum úr litapallettum hótelsins. Innblástur lengi á eftir Ponsjóin eru inni á öllum herbergjum hótelsins og endurspeglar litapallettan útsýnið úr herbergjunum og eru ólíkir litir eftir því á hvorri hæðinni gesturinn dvelur. Bláa Lónið er í raun mjög gott dæmi um hugverk sem hefur verið í stöðugri þróun í mörg ár. Ég hef í gegnum tíðina komið nokkrum sinnum í lónið allt frá því að þar voru litlir kofar þar sem maður skipti um föt og það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þessu fyrirtæki sem eitt sinn var í raun sprotafyrirtæki vaxa og dafna. Hönnun hefur þarna verið leiðandi afl, hvort sem það er arkitektúrinn eða upplifunarhönnunin.“ Blue Lagoon lína Farmers Market er bæði með steingráum lit sem tengist hrauninu í kringum lónið og svo eru fallegir bláir tónar sem minna á lónið sjálft. „Í hvert sinn sem ég hef heimsótt lónið sjálf hef ég orðið fyrir einhverskonar upplifun sem situr í mér og veitir mér innblástur lengi á eftir. Annars er einn af mínum helstu áhrifavöldum í rauninni íslensk veðrátta þannig að hlý yfirhöfn og fylgihlutir geta gert upplifun af okkar rysjóttu náttúru ennþá áhrifameiri og betri. Og svo er kannski gaman að segja frá því að ég myndaði mínar fyrstu flíkur eftir að ég útskrifaðist sem textílhönnuður í Bláa lóninu þannig að staðurinn hefur lengi veitt mér innblástur.“ Bræðingur úr umhverfinu Aðalstykkið er nokkurskonar blendingur af teppi og ponsjó og kemur með belti. „Það hannaði ég með það fyrir augum að hægt væri að framleiða það að öllu leyti á Íslandi og þar leikur íslenska ullin og hennar einstaka áferð mikilvægt hlutverk. Annað í línunni eru fylgihlutir, sokkar með sama munstri og teppið og svo húfa, trefill og vettlingar þar sem þrinnað lava-tvíd bandið býr til bræðing úr litum umhverfisins.“ Aðalstykkið í línunni getur bæði verið slá og teppi.Mynd/Farmers Market Varðandi litavalið fyrir þessa línu, segir Bergþóra að umhverfi lónsins, hraunið, kísilleirinn, mosinn og vatnið sjálft gæti verið endalaus uppspretta í litum og áferðum „Og það skemmtilega við þetta umhverfi er að það er síbreytilegt eftir árstíðum en alltaf jafn mikil andleg næring. Munstrið er undir áhrifum frá okkar norræna prjónaarfi sem og stíl sem oft er kenndur við Friðareyju eða Fair isle knit. Rangan myndar svo nokkurskonar tvíd sem ég kalla einfaldlega „lava tweed“ þar sem litir lónsins og umhverfisins blandast saman. Ég lét svo þrinna saman þessa liti í band sem myndar lava-tvídið í fylgihlutunum.“ Óvissan erfið fyrir skipulagninguna Bergþóra sagði í helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, að þau passi að velja aðeins örfá sérstök samstarfsverkefni við aðra. „Í þeim fáu tilfellum sem við höfum tekið að okkur að vinna svona samstarfsverkefni er okkur mikilvægt að það falli að okkar áherslum í hönnun og hugsun og sé á einhvern hátt lýsandi fyrir okkar vörumerki. Eitt slíkt samstarf gerðum við með Ikea fyrir nokkrum árum og svo höfum við aðeins unnið með hljómsveitinni Sigur Rós að nokkrum verkefnum sem voru bæði farsæl og skemmtileg.“ Bergþóra ætlaði að setja upp sérstaka sýningu á HönnunarMars í ár í tilefni af starfsafmælinu, en þar sem hátíðin er með breyttu sniði vegna Covid og fjöldatakmarkana, valdi hún að flytja sýninguna til næsta árs. „Ástæðan fyrir því er nú bara þessi faraldur og óvissan sem honum fylgdi. Sýningin átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur og krafðist töluverðs undirbúnings sem mér þótti ekki skynsamlegt að leggja út í á slíkum óvissutímum. En ég er spennt fyrir því að undirbúa sýninguna fyrir næstu hátíð orðin einu ári eldri og kannski með eitthvað nýtt sem hefur komið út úr þessum undarlega tíma sem við höfum öll verið að ganga í gegnum.“ Skerptur fókus Farmers Market fjölskyldan er nú smátt og smátt að koma sér út úr „þessu kófi“ eins og svo margir aðrir. „En við erum búin að hafa tíma til að kjarna okkur, meta stöðuna og hlökkum mikið til framtíðarinnar. Þetta er auðvitað búið að taka á en fær mann jafnframt til að skerpa fókusinn.“ Farmers Market X Blue Lagoon vörurnar verða sýndar í gluggum verslana Farmers & Friends á Granda og Laugavegi 37. „Þannig að sýningin er í raun opin allan sólarhringinn og við hvetjum fólk til guða á glugga jafnvel eftir lokun. Línan er til sölu í verslun Bláa Lónsins í Grindavík en einnig verður hægt að nálgast hana í verslun Bláa lónsins á Laugaveginum í kringjum HönnunarMarsinn,“ segir Bergþóra að lokum. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. Línan er innblásin af hinum mögnuðu litum sem er að finna í lóninu sjálfu og nánasta umhverfi þess. Bergþóra Guðnadóttir hefur starfað sem textílhönnuður í 20 ár, fyrst fyrir 66°norður og svo fyrir eigið fyrirtæki, Farmers Market, sem hún stofnaði með eiginmanni sínum Jóel Pálssyni. „Bláa Lónið hefur verið einn af söluaðilum Farmers Market - Iceland í meira en tíu ár og öll okkar samskipti við fyrirtækið hafa verið til fyrirmyndar. Þegar þau nálguðust okkur með þessa hugmynd um samstarf þótti okkur hún spennandi. Við höfum áður unnið með Bláa Lóninu að sérverkefni sem tengist nýja Retreat hótelinu þeirra en það er eitt fallegasta hótel sem ég hef séð. Í því verkefni var okkur falið að gera ofnu ullarponsjóin okkar í sérlitum úr litapallettum hótelsins. Innblástur lengi á eftir Ponsjóin eru inni á öllum herbergjum hótelsins og endurspeglar litapallettan útsýnið úr herbergjunum og eru ólíkir litir eftir því á hvorri hæðinni gesturinn dvelur. Bláa Lónið er í raun mjög gott dæmi um hugverk sem hefur verið í stöðugri þróun í mörg ár. Ég hef í gegnum tíðina komið nokkrum sinnum í lónið allt frá því að þar voru litlir kofar þar sem maður skipti um föt og það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þessu fyrirtæki sem eitt sinn var í raun sprotafyrirtæki vaxa og dafna. Hönnun hefur þarna verið leiðandi afl, hvort sem það er arkitektúrinn eða upplifunarhönnunin.“ Blue Lagoon lína Farmers Market er bæði með steingráum lit sem tengist hrauninu í kringum lónið og svo eru fallegir bláir tónar sem minna á lónið sjálft. „Í hvert sinn sem ég hef heimsótt lónið sjálf hef ég orðið fyrir einhverskonar upplifun sem situr í mér og veitir mér innblástur lengi á eftir. Annars er einn af mínum helstu áhrifavöldum í rauninni íslensk veðrátta þannig að hlý yfirhöfn og fylgihlutir geta gert upplifun af okkar rysjóttu náttúru ennþá áhrifameiri og betri. Og svo er kannski gaman að segja frá því að ég myndaði mínar fyrstu flíkur eftir að ég útskrifaðist sem textílhönnuður í Bláa lóninu þannig að staðurinn hefur lengi veitt mér innblástur.“ Bræðingur úr umhverfinu Aðalstykkið er nokkurskonar blendingur af teppi og ponsjó og kemur með belti. „Það hannaði ég með það fyrir augum að hægt væri að framleiða það að öllu leyti á Íslandi og þar leikur íslenska ullin og hennar einstaka áferð mikilvægt hlutverk. Annað í línunni eru fylgihlutir, sokkar með sama munstri og teppið og svo húfa, trefill og vettlingar þar sem þrinnað lava-tvíd bandið býr til bræðing úr litum umhverfisins.“ Aðalstykkið í línunni getur bæði verið slá og teppi.Mynd/Farmers Market Varðandi litavalið fyrir þessa línu, segir Bergþóra að umhverfi lónsins, hraunið, kísilleirinn, mosinn og vatnið sjálft gæti verið endalaus uppspretta í litum og áferðum „Og það skemmtilega við þetta umhverfi er að það er síbreytilegt eftir árstíðum en alltaf jafn mikil andleg næring. Munstrið er undir áhrifum frá okkar norræna prjónaarfi sem og stíl sem oft er kenndur við Friðareyju eða Fair isle knit. Rangan myndar svo nokkurskonar tvíd sem ég kalla einfaldlega „lava tweed“ þar sem litir lónsins og umhverfisins blandast saman. Ég lét svo þrinna saman þessa liti í band sem myndar lava-tvídið í fylgihlutunum.“ Óvissan erfið fyrir skipulagninguna Bergþóra sagði í helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, að þau passi að velja aðeins örfá sérstök samstarfsverkefni við aðra. „Í þeim fáu tilfellum sem við höfum tekið að okkur að vinna svona samstarfsverkefni er okkur mikilvægt að það falli að okkar áherslum í hönnun og hugsun og sé á einhvern hátt lýsandi fyrir okkar vörumerki. Eitt slíkt samstarf gerðum við með Ikea fyrir nokkrum árum og svo höfum við aðeins unnið með hljómsveitinni Sigur Rós að nokkrum verkefnum sem voru bæði farsæl og skemmtileg.“ Bergþóra ætlaði að setja upp sérstaka sýningu á HönnunarMars í ár í tilefni af starfsafmælinu, en þar sem hátíðin er með breyttu sniði vegna Covid og fjöldatakmarkana, valdi hún að flytja sýninguna til næsta árs. „Ástæðan fyrir því er nú bara þessi faraldur og óvissan sem honum fylgdi. Sýningin átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur og krafðist töluverðs undirbúnings sem mér þótti ekki skynsamlegt að leggja út í á slíkum óvissutímum. En ég er spennt fyrir því að undirbúa sýninguna fyrir næstu hátíð orðin einu ári eldri og kannski með eitthvað nýtt sem hefur komið út úr þessum undarlega tíma sem við höfum öll verið að ganga í gegnum.“ Skerptur fókus Farmers Market fjölskyldan er nú smátt og smátt að koma sér út úr „þessu kófi“ eins og svo margir aðrir. „En við erum búin að hafa tíma til að kjarna okkur, meta stöðuna og hlökkum mikið til framtíðarinnar. Þetta er auðvitað búið að taka á en fær mann jafnframt til að skerpa fókusinn.“ Farmers Market X Blue Lagoon vörurnar verða sýndar í gluggum verslana Farmers & Friends á Granda og Laugavegi 37. „Þannig að sýningin er í raun opin allan sólarhringinn og við hvetjum fólk til guða á glugga jafnvel eftir lokun. Línan er til sölu í verslun Bláa Lónsins í Grindavík en einnig verður hægt að nálgast hana í verslun Bláa lónsins á Laugaveginum í kringjum HönnunarMarsinn,“ segir Bergþóra að lokum. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45