Neitar að spila fyrir Chelsea því hann er á leið í ítölsku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 23:00 Pedro í baráttunni gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á þessari leiktíð. Jacques Feeney/Getty Images Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira