Líkir Guðmundi Franklín við Trump og segist ekki ætla að kjósa hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 08:13 Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett/Vilhelm/getty Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þá segir Helgi að forsetatíð Guðmunds Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Helgi byrjar pistil sinn á því að segjast ekki hafa kosið Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síðustu forsetakosningum árið 2016. Hann muni hins vegar gera það núna þar sem hinn kosturinn, þ.e. Guðmundur Franklín, sé „svo arfaslakur að það er ekki verjandi að kjósa ekki gegn honum.“ Helgi rökstyður þessa skoðun sína með því að segja Guðmund Franklín hafa sýnt bæði „getu- og metnaðarleysi“ í því að draga rökréttar ályktanir út frá „aðgengilegum upplýsingum og rökfræði“. „Hann virðist einfaldlega taka því fyrsta sem honum dettur í hug sem augljósum sannleika ef það passar við heimsmyndina hans. Heimsmynd hans virðist síðan hafa verið mótuð með sömu aðferð, og hefur því sömu galla og flestar ályktanir hans um stjórnmál: að vera með afbrigðum óáreiðanleg,“ skrifar Helgi. Það þýði þó ekki að Guðmundur Franklín hafi alltaf rangt fyrir sér eða að allt sem hann segi sé rangt. Trump „vitleysingur og hrotti“ Þá þykir Helga pólitískur stíll Guðmundar Franklíns minna „óneitanlega“ á stíl Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. „…[…] sem kemur ekki á óvart miðað við að Guðmundur Franklín hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við þann dæmalausa vitleysing og hrotta. Það er eins og að þessi týpa líti svo á að sannleikurinn sé eitthvað svo óaðgengilegt og órannsakanlegt, að skoðanir fólks séu í rauninni alveg jafn gildar og staðreyndir.“ Helgi segir það loks augljóst að Guðmundur Franklín kæmi til með að fara mjög illa með forsetavaldið. „Allt bendir til þess að hann myndi nýta málskotsréttinn fyrst og fremst í takt við eigin geðþótta en ekki vilja kjósenda, sbr. margra mánaða löngum undirskriftasöfnunum gegn þriðja orkupakkanum, sem aldrei komust nálægt 10%-markinu, og sem Guðmundur Franklín hefur margsinnis opinberað algjört skilningsleysi sitt á,“ skrifar Helgi. Ljóst sé að forsetatíð Guðmundar Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Pistil Helga má sjá í heild hér að neðan. Guðmundur Franklín hefur í gegnum tíðina lýst yfir ánægju með Trump. Líkt og Vísir tók saman í byrjun vikunnar sagði Guðmundur Franklín í viðtali við Útvarp Sögu fyrir tæpum tveimur árum að þær konur sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump væru „dræsur“ sem demókratar hefðu dregið fram. „Hverjum dettur í hug að klassagaur eins og Donald Trump sé að fara að taka svona dömur?“ spurði Guðmundur Franklín í viðtalinu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í aðdraganda forsetakosninganna þann 27. júní næstkomandi hefur Guðni yfirburðarfylgi. Sá síðarnefndi fengi 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent, samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 sem gerð var fyrr í mánuðinum. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53 Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata líkir Guðmundi Franklín Jónssyni forsetaframbjóðanda við Donald Trump Bandaríkjaforseta í pistli sem sá fyrrnefndi birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þá segir Helgi að forsetatíð Guðmunds Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Helgi byrjar pistil sinn á því að segjast ekki hafa kosið Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síðustu forsetakosningum árið 2016. Hann muni hins vegar gera það núna þar sem hinn kosturinn, þ.e. Guðmundur Franklín, sé „svo arfaslakur að það er ekki verjandi að kjósa ekki gegn honum.“ Helgi rökstyður þessa skoðun sína með því að segja Guðmund Franklín hafa sýnt bæði „getu- og metnaðarleysi“ í því að draga rökréttar ályktanir út frá „aðgengilegum upplýsingum og rökfræði“. „Hann virðist einfaldlega taka því fyrsta sem honum dettur í hug sem augljósum sannleika ef það passar við heimsmyndina hans. Heimsmynd hans virðist síðan hafa verið mótuð með sömu aðferð, og hefur því sömu galla og flestar ályktanir hans um stjórnmál: að vera með afbrigðum óáreiðanleg,“ skrifar Helgi. Það þýði þó ekki að Guðmundur Franklín hafi alltaf rangt fyrir sér eða að allt sem hann segi sé rangt. Trump „vitleysingur og hrotti“ Þá þykir Helga pólitískur stíll Guðmundar Franklíns minna „óneitanlega“ á stíl Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. „…[…] sem kemur ekki á óvart miðað við að Guðmundur Franklín hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við þann dæmalausa vitleysing og hrotta. Það er eins og að þessi týpa líti svo á að sannleikurinn sé eitthvað svo óaðgengilegt og órannsakanlegt, að skoðanir fólks séu í rauninni alveg jafn gildar og staðreyndir.“ Helgi segir það loks augljóst að Guðmundur Franklín kæmi til með að fara mjög illa með forsetavaldið. „Allt bendir til þess að hann myndi nýta málskotsréttinn fyrst og fremst í takt við eigin geðþótta en ekki vilja kjósenda, sbr. margra mánaða löngum undirskriftasöfnunum gegn þriðja orkupakkanum, sem aldrei komust nálægt 10%-markinu, og sem Guðmundur Franklín hefur margsinnis opinberað algjört skilningsleysi sitt á,“ skrifar Helgi. Ljóst sé að forsetatíð Guðmundar Franklíns myndi einkennast af „dómgreindar- og ábyrgðarleysi, fljótfærni, ofureinföldunum og skeytingarleysi gagnvart staðreyndum.“ Pistil Helga má sjá í heild hér að neðan. Guðmundur Franklín hefur í gegnum tíðina lýst yfir ánægju með Trump. Líkt og Vísir tók saman í byrjun vikunnar sagði Guðmundur Franklín í viðtali við Útvarp Sögu fyrir tæpum tveimur árum að þær konur sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump væru „dræsur“ sem demókratar hefðu dregið fram. „Hverjum dettur í hug að klassagaur eins og Donald Trump sé að fara að taka svona dömur?“ spurði Guðmundur Franklín í viðtalinu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í aðdraganda forsetakosninganna þann 27. júní næstkomandi hefur Guðni yfirburðarfylgi. Sá síðarnefndi fengi 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent, samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar 2 sem gerð var fyrr í mánuðinum.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53 Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28 Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Guðmundur Franklín gersigraði Guðna að mati hlustenda Útvarps Sögu Tæp 65 prósent þátttakenda í netkönnun útvarpsstöðvarinnar telja Guðmund Franklín sigurvegara í sjónvarpskappræðum. 12. júní 2020 13:53
Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. 12. júní 2020 13:28
Twitter um kappræðurnar: „Gæinn er sjálfstætt starfandi meme-verksmiðja“ Kappræður forsetaframbjóðendanna Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 12. júní 2020 11:04