Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 11:35 Um 1400 manns gengu í gegnum þessar dyr á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/Vilhelm Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira