Sveitarstjórnarmaðurinn Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Rangárþings eystra frá og með gærdeginum en Lilja hefur setið í sveitarstjórn í 10 ár og síðustu sex árin sem oddviti.
Lilja hefur því talsverða reynslu af sveitastjórnarstörfum en undanfarin tvö ár hefur hún, ásamt Antoni Kára Halldórssyni fráfarandi sveitarstjóra, leitt meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Samstarfssamningur framboðanna gerði ráð fyrir því að hlutverkaskiptin yrðu á þessum tíma.
Anton Kári tekur því við starfi oddvita sveitarstjórnar en Elín Fríða Sigurðardóttir var kjörin varaoddviti á 268. fundi sveitarstjórnar.