Ingibjörg nýr formaður Félags eldri borgara Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:59 Aðalfundurinn var haldinn í Súlnasal Hótels Sögu. Samsett/Vilhelm Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var Ingibjörg Sverrisdóttir kjörin nýr formaður FEB en framboð Ingibjargar hlaut 62% greiddra atkvæða í formannskjöri. Aðalfundur FEB var haldinn í dag í Súlnasal Hótels Sögu en fráfarandi formaður FEB, Ellert B. Schram gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú voru í framboði til formanns en auk Ingibjargar voru þeir Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested í framboði. Alls greiddu 423 fundargestir atkvæði og skiptust þau svo að Ingibjörg hlaut 262 atkvæði eða 62%, Haukur Arnþórsson hlaut 30% atkvæða eða 131 en Borgþór Kjærnested rak lestina með 29 atkvæði sem jafngildir 6,8% kosningu. „Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í framboðsræðu sinni. Ingibjörg er Reykvíkingur sem ólst að hluta til upp í Vestmannaeyjum, hún hefur stundað tungumálanám erlendis auk náms í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Áður en hún fór á eftirlaun starfaði Ingibjörg hjá Air Atlanta. Í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir Kári Jónasson Viðar Eggertsson Sigurbjörg Gísladóttir Í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson Sverrir Örn Kaaber Haukur Arnþórsson
Eldri borgarar Vistaskipti Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira