Færri atvinnulausir í maí en í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira