Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 10:28 Stephan Ernst játaði morðið á síðasta ári en hefur dregið játningu sína til baka. Vísir/Getty Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi. Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. Lübcke lést eftir að hafa verið skotinn af stuttu færi í garði sínum fyrir ári síðan. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, var mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri í garð innflytjenda. Hann gegndi stöðu ríkisstjóra í Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Lübcke fannst látinn fyrir utan heimili sitt þann 2. júní á síðasta ári og var sjálfsvíg fljótlega útilokað. Maður að nafni Stephen Ernst er sakaður um að hafa myrt Lübcke og öðrum manni, Markus H, er gefið að sök að hafa aðstoðað hann við verknaðinn. Ernst hefur áður játað verknaðinn og sagðist hafa myrt Lübcke vegna frjálslyndra skoðana hans. Hann hefur nú dregið játninguna til baka en hann er tengdur inn í öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Markus H. sem grunaður er um að hafa aðstoðað Stephan Ernst við morðið.Vísir/Getty Ef mennirnir verða dæmdir fyrir verknaðinn er það í fyrsta sinn frá því í seinni heimsstyrjöld að öfga-hægri menn eru dæmdir fyrir pólitískt morð, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá hefur Ernst einnig verið ákærður fyrir morðtilraun þegar írakskur hælisleitandi var stunginn árið 2016. Lübcke tók afgerandi afstöðu með innflytjendum á sama tíma og útlendingahatur fór að verða meira áberandi í Þýskalandi. Hann hafði fengið morðhótanir og var undir eftirliti lögreglu um tíma. Saksóknarar segja rasisma og útlendingahatur hafa verið helstu hvata morðingjanna. Í yfirlýsingu frá eiginkonu Lübcke og sonum hans segja þau engan stað fyrir hatur og ofbeldi í þýsku samfélagi.
Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira