Indverski leikarinn Sushant Singh Rajput, ein af skærustu stjörnum Bollywood, er látinn, 34 ára að aldri. Hann fannst látinn í íbúð sinni í stórborginni Mumbai, en lögregla telur hann hafa svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt BBC.
Rajbut naut mikilla vinsælda í heimalandinu eftir að hafa komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, en hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni MS Dhoni: The Untold Story þar sem hann fór með hlutverk krikketleikmannsins MS Dhoni.
Margir hafa minnst Rajput á samfélagsmiðlum, þar á meðal forsætisráðherrann Narendra Modi sem minnist hans sem „skærs, ungs leikara sem hafi farið of snemma“.
Rajput sló í gegn árið 2013 fyrir hlutverk sitt í myndinni Kai Po Che sem vakti mikla á kvikmyndahátíðinni í Berlín það ár.