Vara við miklu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 08:05 Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan Veðurstofan segir að búast megi við staðbundnu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld og að í hviðum verði vindur allt að 30 metrar í sekúndu. Skilyrði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind séu því varasöm. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lægð sem sé að myndast og dýpka á vestanverðu Grænlandshafi muni dæla til okkar röku og hlýju loft næsta sólarhringinn með tilheyrandi sunnanátt og vætu. Á það sérstaklega við um landið vestanvert og sunnanvert í kvöld og á morgun. „Það hvessir seinnipartinn og í kvöld, víða strekkings suðaustanátt en þó má reikna með staðbundu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessar aðstæður geta verið varasamar fyrir t.d. bíla með hjólhýsi eða tjaldvagna. Rólegra veður tekur síðan við á þriðjudag og útlit fyrir prýðisveður á öllu landinu á 17. júní.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, einkum S-lands. Dregur úr úrkomu V-til með morgninum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum suðaustantil. Hiti 8 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt. Þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan. Á fimmtudag: Suðaustanátt, skýjað og smáskúrir sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á föstudag: Suðaustlæg átt og lítilsháttar væta SA-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið. Á laugardag (sumarsólstöður): Útlit fyrir austlæga átt með lítilsháttar vætu og milt í veðri. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Sjá meira
Veðurstofan segir að búast megi við staðbundnu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld og að í hviðum verði vindur allt að 30 metrar í sekúndu. Skilyrði fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind séu því varasöm. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lægð sem sé að myndast og dýpka á vestanverðu Grænlandshafi muni dæla til okkar röku og hlýju loft næsta sólarhringinn með tilheyrandi sunnanátt og vætu. Á það sérstaklega við um landið vestanvert og sunnanvert í kvöld og á morgun. „Það hvessir seinnipartinn og í kvöld, víða strekkings suðaustanátt en þó má reikna með staðbundu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessar aðstæður geta verið varasamar fyrir t.d. bíla með hjólhýsi eða tjaldvagna. Rólegra veður tekur síðan við á þriðjudag og útlit fyrir prýðisveður á öllu landinu á 17. júní.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, einkum S-lands. Dregur úr úrkomu V-til með morgninum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum suðaustantil. Hiti 8 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt. Þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan. Á fimmtudag: Suðaustanátt, skýjað og smáskúrir sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á föstudag: Suðaustlæg átt og lítilsháttar væta SA-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið. Á laugardag (sumarsólstöður): Útlit fyrir austlæga átt með lítilsháttar vætu og milt í veðri.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Sjá meira