Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:40 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“ Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“
Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira