Ríkisstjórnarsamstarfið „fráleit pæling“ en traustið til staðar Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12
Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34