Rupert Grint lýsir yfir stuðningi við trans fólk eftir ummæli J.K. Rowling Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 10:21 Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins. Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins.
Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira