1 dagur í Pepsi Max: Lennon og Ólafur Karl gætu báðir skorað fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Valsliðinu. Skori hann fyrsta markið í leik Vals og KR annað kvöld þá yrði það mjög sögulegt mark. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira