KR-konur hafa ekki skorað hjá Valsliðinu í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:30 Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er síðasti leikmaður KR sem náði að skora hjá Val í efstu deild. Ásdís Karen skoraði markið sitt sumarið 2016 en KR konur hafa ekki skorað í 701 mínútu síðan. Vísir/Eyjólfur Garðarsson KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira