Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2020 19:31 Horft úr brú Dettifoss á Súesskurðinn á siglingunni í gær. Sextán Íslendingar eru í áhöfn skipsins. Mynd/Eimskip. Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum: Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum:
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28