Áhersla á smærri hverfishátíðir í Kópavogi Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 14:23 Frá hátíðarhöldum í Kópavogi árið 2017. Aðsend Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogur 17. júní Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti. „Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Dagskrá hátíðarhalda hefst með 17. Júní hlaupi Breiðabliks sem ætlað er börnum í 1.-6. bekk. Bílalestir með Línu Langsokki, Ronju Ræningjadóttur, Skólahljómsveit Kópavogs, leikhópnum Lottu innanborðs munu ferðast um bæinn milli 12:00 og 14:00 en þá verða nýstúdentar og fjallkonur einnig á ferðinni í bílalestunum. Hverfishátíðar verða haldnar við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn og verður þar boðið upp á skemmtiatriði og ókeypis leiktæki frá 14:00 til 16:00. Dagskrá verður við Menningarhúsin í Kópavogi 13-16, Bókasafn, Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn verða opin til 17 og klukkutíma síðar lokar Sundlaug Kópavogs. „Við ætlum að kynna skemmtiatriðin á hverfishátíðunum þegar nær dregur og hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
Kópavogur 17. júní Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira