Sólveig hlaut Blóðdropann fyrir „Fjötra“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 21:21 Kápa bókarinnar „Fjötrar“ eftir Sólveigu Pálsdóttur. Skjáskot Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. „Fjötrar“ er fimmta bók Sólveigar og segir bókin frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar segir að Sólveig flétti í bókinni á frumlegan og öruggan hátt saman „sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem litast af leyndarmálum fjölskyldna“. Bók Sólveigar verður framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári. Í tilkynningu Hins íslenska glæpafélags kemur einnig fram að breskir framleiðendur vinni nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á fyrri bók Sólveigar, „Refnum“. Dómnefndina skipuðu þau Páll Kristinn Pálsson, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson. Bókmenntir Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. „Fjötrar“ er fimmta bók Sólveigar og segir bókin frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar segir að Sólveig flétti í bókinni á frumlegan og öruggan hátt saman „sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem litast af leyndarmálum fjölskyldna“. Bók Sólveigar verður framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári. Í tilkynningu Hins íslenska glæpafélags kemur einnig fram að breskir framleiðendur vinni nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á fyrri bók Sólveigar, „Refnum“. Dómnefndina skipuðu þau Páll Kristinn Pálsson, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.
Bókmenntir Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira