Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 15:42 Víðir Reynisson á fundi dagsins ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent