Sport

Federer snýr aftur á fimmtugsaldrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Federer snýr aftur á næsta ári, segir hann sjálfur.
Federer snýr aftur á næsta ári, segir hann sjálfur. vísir/getty

Roger Federer, einn besti tenniskappi heims, mun ekki spila meira á árinu 2020 eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné en hann segist snúa aftur á næsta ári, árið þegar hann verður fertugur.

Federer hefur unnið tuttugu stórmót á sínum tennisferli og missir af opna breska og franska. Hann ætlar að ná sér góðum af meiðslunum en bakslag hefur komið í endurkomuna eftir aðgerðina.

Hinn 38 ára gamli Federer komst í undanúrslit opna ástralska sem var síðasta mótið sem hann keppti á fyrir meiðslin en hann tapaði gegn Novak Djokovic í undanúrslitunum í janúar.

Federer verður 39 ára í ágúst og hann verður því á fertugasta aldursári þegar hann snýr aftur til baka á tennisvöllinn en nú er hann í fjórða sæti heimslistans. Novak Djokovic er í efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×